Það sem ég lærði á mínu fyrsta ári sem brúðkaupsplanari [S2E20]

Þá er sería TVÖ gengin í garð, en þið munið fá sömu góðu þættina og skemmtilegu viðtölin við áhugaverða söluaðila og brúðhjón sem deila sinni reynslu og brúðkaupsdegi. Eini munurinn er hversu oft ég get lofað mér að koma út með þætti, en ég mun ekki lengur gefa út einn þá í hverri viku heldur einn þá í mánuði í það minnsta, ef ég næ að taka fleirri viðtöl og hef meiri tíma þá munu þið auðvitað fá nokkra auka þætti yfir árið. Í þessum þætti langaði mig að segja þér frá mínu fyrstu ári sem brúðkaupsplanari, það sem ég gerði rétt og rangt og allt það sem ég lærði. Ég vona að þú getið lært eitthvað af því hvort sem þú ert að skipuleggja þitt eigið brúðkaup eða að spá í að gerast brúðkaupsplanari. Lexíurnar eru af allskonar toga og tengjast bæði skipuleginu og fyrirtækjarekstri, eins og að vinna með vinum og rauðir flaggar frá söluaðilum.  ------- Upplýsingar um Og Smáatriðin Ef þú ert með spurningar eða langar bara að spjalla, sendu mér línu á @ogsmaatridin Fullt af gagnlegu efni má líka finna á síðunni minni hér: https://www.ogsmaatridin.is/  Ef þig langar að fá meira info um brúðkaupsskipulag, skreytingar eða koma í podcast viðtal hafður samband  í tölvupóstfangið alina@ogsmaatridin.is

Om Podcasten

Brúðkaupshlaðvarp sem mun gefa þér innsýn inn í heim brúðkaupsgeirans og hjálpa þér að sigla áhyggjulaust í gegnum hann. Ég heiti Alína og rek brúðkaupsskipulags- og skreytingar fyrirtækið Og smáatriðin. Markmið mitt með þessu hlaðvarpi er að veita þér innblástur, gefa þér innsýn inn í brúðkaupsskipulagsferlið og hjálpa þér að láta drauma brúðkaupið þitt verða að veruleika. Í bland við solo þætti þar sem við köfum djúpt inn í allskonar viðfangsefni ásamt skemmtilegum viðtölum við söluaðila og brúðhjón, vonast ég til að gera einmitt það ✨