Hvað gerir brúðkaupsljósmyndari með Gunnhildi Lind? [S1E16]

Við tökum spjall með Gunnhildi Lind sem er fjölskyldu og brúðkaups ljósmyndari um hvernig það er að vera ljósmyndari, hvað fellst í starfinu og afhverju það skiptir máli. Einnig ræðum við aðeins um góð samskipti og fagið sjálft og gefur þér innsýn inn í orðalag og hugtök sem gott er að vita. Vonandi hjálpar þessi þáttur þér að fá innsýn inn í hvernig það er að vera ljósymndari og hvernig þú getur valið þann sem hentar þér best og mun ná drauma myndunum þínum. Þú getur fundið Gunnhildi hér: Instagram: @gunnhildurlindphotography ----- Upplýsingar um Og Smáatriðin Spjöllum saman á Instagram @ogsmaatridin Ef þig langar að fá meira info um brúðkaupsskipulag, skreytingar eða koma í podcast viðtal hafður samband alina@ogsmaatridin.is

Om Podcasten

Brúðkaupshlaðvarp sem mun gefa þér innsýn inn í heim brúðkaupsgeirans og hjálpa þér að sigla áhyggjulaust í gegnum hann. Ég heiti Alína og rek brúðkaupsskipulags- og skreytingar fyrirtækið Og smáatriðin. Markmið mitt með þessu hlaðvarpi er að veita þér innblástur, gefa þér innsýn inn í brúðkaupsskipulagsferlið og hjálpa þér að láta drauma brúðkaupið þitt verða að veruleika. Í bland við solo þætti þar sem við köfum djúpt inn í allskonar viðfangsefni ásamt skemmtilegum viðtölum við söluaðila og brúðhjón, vonast ég til að gera einmitt það ✨