Hvernig er best að skipuleggja sitt eigið brúðkaup með Andreu Ísleifs [S1E10]

Spjöllum við hana Andreu um allt ferðalagið hennar í gegnum brúðkaupsskipulagsferlið er hún skipuleggur sitt eigið brúðkaup frá A til Ö með hjálp vina og vandamanna auðvitað. Þau hjónin smíðuðu sína eigin kassa, pöntuðu allar skreitingarnar að utan, hönnuðu allt bréfsefnið sjálf og enduðu svo á að setja þetta allt upp nokkrum dögum fyrir brúðkaup. Það var fullt af smáatriðum og hugað var fyrir nánast öllu 😉 Ekki hika við að spyrja Andreu frekar út í daginn og hægt er að finna hana og myndir frá deginum á Instagram síðu hennar.  @andreaisleifsd ----- Upplýsingar um Og Smáatriðin Komdu í Opnunarpartýið þann 24. mars Meira info kemur síðar ;) Spjöllum saman á Instagram @ogsmaatridin

Om Podcasten

Brúðkaupshlaðvarp sem mun gefa þér innsýn inn í heim brúðkaupsgeirans og hjálpa þér að sigla áhyggjulaust í gegnum hann. Ég heiti Alína og rek brúðkaupsskipulags- og skreytingar fyrirtækið Og smáatriðin. Markmið mitt með þessu hlaðvarpi er að veita þér innblástur, gefa þér innsýn inn í brúðkaupsskipulagsferlið og hjálpa þér að láta drauma brúðkaupið þitt verða að veruleika. Í bland við solo þætti þar sem við köfum djúpt inn í allskonar viðfangsefni ásamt skemmtilegum viðtölum við söluaðila og brúðhjón, vonast ég til að gera einmitt það ✨