Hverskonar athöfn vilt þú halda með Ingu Auðbjörg frá Siðmennt [S1E12]

Þessi þáttur kafar djúpt í athafnir og mikilvægi þeirra, hvað er gott að hafa í huga, tímalína athafnarinnar og hvaða táknræn atriði er hægt að vefja inn í athöfnina ykkar til að gera hana meira persónulega og einstaka. Inga vinnur sem athafnarsstjóri hjá Siðmennt og leyfir okkur líka að kíkja á bakvið tjöldin þar og hvernig það er rekið og hvað gerir þann stað einstakan og skemmtilegan.  Hægt er að hafa samband við Siðmennt hér: www.sidmennt.is Endilega sendið Ingu líka línu eða takið áframhaldandi spjall með henni á Instagram hér: @ingaausa ----- Upplýsingar um Og Smáatriðin Komdu í Opnunarpartýið þann 24. mars Meria info að finna hér: https://fb.me/e/22faHUAlC Spjöllum saman á Instagram @ogsmaatridin

Om Podcasten

Brúðkaupshlaðvarp sem mun gefa þér innsýn inn í heim brúðkaupsgeirans og hjálpa þér að sigla áhyggjulaust í gegnum hann. Ég heiti Alína og rek brúðkaupsskipulags- og skreytingar fyrirtækið Og smáatriðin. Markmið mitt með þessu hlaðvarpi er að veita þér innblástur, gefa þér innsýn inn í brúðkaupsskipulagsferlið og hjálpa þér að láta drauma brúðkaupið þitt verða að veruleika. Í bland við solo þætti þar sem við köfum djúpt inn í allskonar viðfangsefni ásamt skemmtilegum viðtölum við söluaðila og brúðhjón, vonast ég til að gera einmitt það ✨