#2: Meðganga & fæðingarorlof á tímum Covid

Í þessum þætti verður farið yfir meðgöngu, fæðingu og fæðingarorlof á tímum Covid. Litið verður á reynslu og upplifun íslenskra kvenna sem hafa eignast barn á þessum skrýtnu tímum og farið yfir bæði jákvæða og neikvæða þætti sem fylgja samkomutakmörkunum.  Að lokum er litið á hvaða reynslu og lærdóm mætti draga af þessum erfiðu tímum sem og farið stuttlega yfir hugtakið eitruð jákvæðni (e. toxic positivity). Þáttastjórnandi er Fanney Skúladóttir.

Om Podcasten

Hlaðvarp fyrir mæður þar sem markmiðið er að veita þér hvatningu og innblástur í móðurhlutverkinu, hjálpa þér að tækla hið daglega mömmulíf, finna meiri tíma til að rækta sjálfa þig, efla jákvætt hugarfar og að búa þér til líf sem þú elskar. Þættirnir eru stuttir og hnitmiðaðir og koma út á hverjum fimmtudegi. Þáttastjórnandi er Fanney Skúladóttir.