#5: Ekki nógu góð móðir

Hefur þér einhvern tíman liðið eins og þú sért ekki nógu góð móðir? Eða borið þig saman við aðrar mæður og liðið eins og þú sért ekki með allt á hreinu?  Í þessum þætti verður farið yfir hugtakið blekkingarheilkenni (e. impostor syndrome) hvað það er og af hverju það er algengt að fólk finni fyrir þessu. Það verður farið sérstaklega yfir það hvernig  þetta blekkingarheilkenni birtist í móðurhlutverkinu og hvað þú getur gert ef þetta er að hafa áhrif á þig.

Om Podcasten

Hlaðvarp fyrir mæður þar sem markmiðið er að veita þér hvatningu og innblástur í móðurhlutverkinu, hjálpa þér að tækla hið daglega mömmulíf, finna meiri tíma til að rækta sjálfa þig, efla jákvætt hugarfar og að búa þér til líf sem þú elskar. Þættirnir eru stuttir og hnitmiðaðir og koma út á hverjum fimmtudegi. Þáttastjórnandi er Fanney Skúladóttir.