#6: Hvernig ætlar þú að minnast ársins 2020?

Í þessum þætti verður farið yfir það hversu mikilvægt það er að stilla aðeins hugarfarið á erfiðum tímum og reyna að sjá erfið tímabil út frá öðru sjónarhorni. Hvernig ætlar þú að minnast ársins 2020? Verður það ömurlega Covid árið eða verður þetta árið þar sem þú fórst að sjá hvað það er sem virkilega skiptir þig máli í lífinu?

Om Podcasten

Hlaðvarp fyrir mæður þar sem markmiðið er að veita þér hvatningu og innblástur í móðurhlutverkinu, hjálpa þér að tækla hið daglega mömmulíf, finna meiri tíma til að rækta sjálfa þig, efla jákvætt hugarfar og að búa þér til líf sem þú elskar. Þættirnir eru stuttir og hnitmiðaðir og koma út á hverjum fimmtudegi. Þáttastjórnandi er Fanney Skúladóttir.