Bítið - þriðjudagur 15. apríl 2025

Bítið á Bylgjunni með Lilju, Ómari og Yngva. * Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, var á línunni og gagnrýndi kolefnaskógrækt. * Carmen Maja Valencia, klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast, ræddi við okkur um samskipti á vinnustað. * Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, mætti í spjall um stöðu ferðaþjónustunnar. * Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands, ræddi við okkur um nýja greiningu á húsnæðismarkaði. * Gefur íþróttahreyfingunni handbók til að fjölga áhorfendum. Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir var að klára BA próf í tómstunda- og félagsmálafræði. * Súkkulaðifeðgarnir Atli Einarsson og Patrik Atlason, Prettyboitjokkó, ræddu við okkur um páskaeggin, feðgasambandið og lífið og tilveruna. * Kristján Freyr, rokkstjóri var á línunni og ræddi hátíðina Aldrei fór ég suður.

Om Podcasten

Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986