Sprengisandur 13.04.2025 - Viðtöl þáttarins

Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra Finnbogi ræðir nýtt hættumat embættisins vegna hryðjuverka og fleiri skylda þætti.  Vilborg Ása Guðjónsdóttir stjórnmálafræðingur og Inga Dóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi forystukona í Siumut flokknum á Grænlandi. Vilborg og Inga Dóra Guðmundsdóttir ræða stöðu Grænlands og ásælni Bandaríkjamanna í landið.  Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra um stjórnmál. Hún svarar fyrir áform sín um hækkun auðlindagjalda á sjávarútveg og innleiðingu slikra gjalda á ferðaþjónustu auk annarra mála.  Halldóra Mogensen fyrrverandi alþingismaður og Gamithra Marga, verkfræðingur hjá Syndis, Halldóra og Gamithra eru forsvarskonur Samtaka um mannvæna tækni, sem beita sér fyrir skynsamlegri notkun nýrrar tækni, þ.m.t. gervigreindar. 

Om Podcasten

Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986