Sprengisandur 30.03.2025 - Viðtöl þáttarins

Kristján Kristjánssonstýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessim þætti: Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, svarar áleitnum spurningum um æ verri stöðu margra fiskistofna við Ísland, margra ára þróun þar sem afli í hverri tegundinni af annarri dregst saman og sumar hverfa með öllu þrátt fyrir öfluga veiðistjórnun og ráðgjöf.  Svandís Svavarsdóttir formaður VG svarar því hvert vinstrið í íslenskum stjórnmálum ætlar sér eftir að hafa fallið af þingi og neyðst til að draga saman seglin m.a. með lokun skrifstofu. Hvert er erindi VG og hvernig verður flokkurinn endurreistur.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Grímur Grímsson og Víðir Reynisson alþingismenn ræða öryggis og varnarmál, njósnir á Íslandi, alþjóðlega glæpahringi, samstarf við bandamenn, yfirgang Bandaríkjanna á Grænlandi og áhrif alls þessa á okkar stöðu.  Halla Helgadóttir, forstöðumaður Hönnunarmiðstöðvar, ræðir stöðu Hönnunar og arkitektúrs í upphafi Hönnunarmars hátíðarinnar og andmælir harðlega hugmyndum í hagræðingarskýrslu ríkisstjórnar um sameiningu lista- og hönnunarmiðstöðva í eina Listamiðstöð. 

Om Podcasten

Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986