BOX OFFICE: Berdreymi

Áskell Einar Pálmason (Balli) og Snorri Rafn Frímannsson (Siggi) komu í viðtal til okkar að ræða um nýjustu myndina í kvikmyndahúsum: Berdreymi.  Virkilega einlægt og skemmtilegt viðtal við strákana um ferlið og ferðalag þeirra í þessari fallegu og átakanlegu mynd þar sem efst í huga þeirra er einfaldlega þakklæti.  Við mælum með að allir skelli sér á þessa frábæru mynd! IG/FB: @camerarullar Email: camerarullar@gmail.com Heimasíða: camerarullar.wordpress.com Hlaðvarpið er í boði Podcaststöðvarinnar og Nóa Siríus stúdíó.

Om Podcasten

Hlaðvarp um allt milli himins og jarðar tengt kvikmyndagerð og listum! Við fræðumst um kvikmyndabransann og fólkið í honum, leikhúsin og allskonar tengt listum! Þáttastjórnendur eru Maria Araceli, María Sigríður (Maja) og Bríet Birgisdóttir.