#11 Meirihlutinn fær stuðning úr óvæntri átt

Mikil gerjun er í pólitíkinni í Norðurþingi og leiðtogi E-listans í sveitarstjórn mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að E-listinn er í minnihluta nú en Sjálfstæðisflokkurinn myndar meirihluta með VG og Samfylkingu. Þess ber þó að geta að E-listinn var einskonar klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar. Sumir segja að þar sé fólkið á leiðinni aftur heim. Atvinnumálin eru í brennidepli á svæðinu og yfir þau mál fara þau Benóný Valur Jakobsson, fyrir Samfylkingu, Hjálmar Bogi Hafliðason frá Framsóknarflokki og Helena Eydís Ingólfsdóttir frá Sjálfstæðisflokki.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.