#14 Akranes: Næstu skref að laða fleiri fyrirtæki að

Mikil uppbygging á sér stað á Akranesi og í burðarliðnum er nýtt og vistvænt iðnaðarhverfi sem pólitíkusarnir á Akranesi telja að feli í sér mörg tækifæri. Þá greinir hins vegar á um hvernig skuli staðið að því að laða fyrirtæki til bæjarins. Samfylking, Framsókn og óháðir hafa myndað meirihluta á kjörtímabilinu og það er samdóma álit þeirra að samvinnan hafi gengið afar vel. Við tökum hús á þeim Ragnari Baldvin Sæmundssyni (XB), Valgarði Lyngdal Jónssyni (XS) og Líf Lárusdóttur (XD) og förum yfir stöðuna.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.