#15 Akranes: Bæjarstjórinn segir stór tíðindi í vændum

Sævar Freyr Þráinsson hefur verið bæjarstjóri á Akranesi frá árinu 2017. Hann vill halda áfram störfum á þeim vettvangi og segir mikla uppbyggingu í farvatninu. Vænta megi stórra tíðinda af atvinnumálum í bænum en hvert sem litið er á Akranesi eru byggingakranar og iðnaðarmenn að störfum. Það liggur bjartsýni í loftinu á Skipaskaga.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.