#16 Tuttugu tillögur til sóknar

Atvinnulífið í Stykkishólmi er á blússandi siglingu en enn má sækja fram. Þetta segir Jakob Björgvin Jakobsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi. Tuttugu tillögur liggja nú fyrir hvernig efla megi samfélagið og segir hann að nýting jarðhita sé meðal þess sem til skoðunar sé. Mikilvægt sé að nýta þær auðlindir sem svæðið býr yfir, bæði í hafi og á landi. Jakob Björgvin settist niður með Stefáni Einari og Andrési Magnússyni á Akranesi þar sem hann beið þess að eignast sitt fjórða barn.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.