#17 Unga fólkið þyrpist í bæinn

Börnum fjölgar ört í Hólminum og er leikskólinn í bænum orðinn smekkfullur. Hrafnhildur Hallmarsdóttir leiðir H-listann í sveitarstjórn sem er með hreinan meirihluta og segir hún að áherslur á nýju kjörtímabili verði þær sömu og á því yfirstandandi, nái listinn að fylkja fólki á bak við sig. Fulltrúar Í-listans sem einnig býður fram sáu sér ekki fært að mæta til viðtals en þess í stað fengum við Hafþór Benediktsson hjá BB og synir til þess að ræða við okkur. Hann hefur komið að mörgum stórum uppbyggingarverkefnum í bænum síðustu ár. Féll það m.a. í hlut fyrirtækis hans að endurnýja skólalóðina sem hafði staðið hálfköruð allt frá árinu 1985.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.