#18 Vildu forðast að yrði sjálfkjörið

Það er blússandi sigling í atvinnulífinu í Vesturbyggð og mörg stór verkefni í burðarliðnum. Sveitarstjórnin gerir allt til að halda í við þróunina og byggja upp innviði til að mæta fólksfjölgun og vilja fólks og fyrirtækja til uppbyggingar. Tveir listar bjóða fram í Vesturbyggð að þessu sinni og nokkuð átak þurfti til að koma þeim saman að sögn forystumanna á hinu pólitíska sviði. Jón Árnason hjá Nýrri sýn og Anna Vilborg Árnadóttir hjá Sjálfstæðiflokki og óháðum segja að margir hafi viljað forðast þá stöðu sem kom upp árið 2014 þar sem sjálfkjörið var í sveitarstjórnina. Mikilvægt sé að fólk fái að greiða atkvæði.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.