#19 Gríðarleg verðmæti út af svæðinu

Þótt aðeins búi um 1.100 manns í Vesturbyggð nema útflutningsverðmæti af starfsemi á svæðinu tugum milljarða á ári hverju. Gríðarlegur vöxtur í laxeldi bendir til þess að þau umsvif muni enn aukast til muna. Skjöldur Pálmason er framkvæmdastjóri og eigandi fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækisins Odda segir að ráðast þurfi í gríðarlega uppbyggingu vegakerfisins til þess að tryggja greiðar leiðir fyrir þessi verðmæti af svæðinu og út í heim. Barði Sæmundsson rekur Vélsmiðjuna Loga og hefur lengi haft puttana á púlsinum í atvinnulífinu á svæðinu. Hann er bjartsýnn á stöðuna framundan og nefnir að nú séu um 50 börn á leikskólanum á Patreksfirði en voru helmingi færri fyrir 15 árum síðan. Það er órækt dæmi um aukin umsvif á svæði sem lengi var í þröngri stöðu.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.