#22 Veitumálin stór biti

Tómas Ellert Tómasson er oddviti Miðflokksins í sveitarstjórn Árborgar. Hann er verkfræðingur og segir griðarlegt átak framundan við uppbyggingu fráveitumála. Hann hefur enga trú á því að komi til heitavatnsskorts á komandi árum. Nóg sé af vatnsauðlindum í nágrenni Selfoss sem hægt sé að hagnýta. Finna þurfi réttar lausnir. Í svipaðan streng tekur Arnar Freyr Ólafsson, oddviti Framsóknarflokks. Hann telur stór tækifæri framundan hjá Árborg en að fara þurfi vel með fjármuni sveitarfélagsins. Álfheiður Eymarsdóttir er oddviti Á-lista sem lengst af hefur haft aðkomu að meirihlutanum á kjörtímabilinu. Hún er gagnrýnin á fjármál sveitarfélagsins og telur að fara þurfi ofan í saumana á framúrkeyrslu í framkvæmdum á síðustu árum.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.