#23 Forða þarf greiðslufalli sveitarfélagsins

Árborg hefur verið í miklum vexti síðustu ár en flest bendir til þess að skuldir sveitarfélagsins verði orðnar um 30 milljarðar króna árið 2024. Bragi Bjarnason, nýr oddviti Sjálfstæðisflokks segir að snúa þurfi við rekstri sveitarfélagsins og breyta skipulagi til þess að það eigi fyrir skuldum á komandi árum. Sigurður Torfi Sigurðsson, oddviti VG vill leggja áherslu á jöfnuð og að dreifbýli og minni byggðakjörnum verði gert hærra undir höfði. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem vermir annað sætið hjá Samfylkingu en hefur setið í meirihluta fyrir Á-lista á kjörtímabilinu segir stöðuna góða og að eðlilegt sé að það taki á í rekstrinum þegar sveitarfélagið vex hröðum skrefum.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.