#24 Bær sem er að breytast í borg

Bárður Guðmundarson hefur frá barnsaldri fylgst með uppbyggingunni á Selfossi og lengi vel átti hann og rak helstu byggingavöruverslunina í bænum. Hann segir samfélagið hafa tekið stakkaskiptum. Á fyrri árum þekkti hann hvern einasta mann á svæðinu en nú taki hann fólk sérstaklega tali á götum bæjarins ef hann þekkir það - enda þekki hann mikinn minnihluta íbúanna. Meðal þeirra sem lagt hafa hvað þyngstu lóðin á vogarskálarnar í uppbyggingunni er Leó Árnason sem farið hefur fyrir uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. Hann hefur óbilandi trú á sveitarfélaginu og telur að miklar breytingar á atvinnuháttum séu í farvatninu. Fólk muni í síauknum mæli kjósa að búa í bæjarfélögum eins og Árborg en sækja vinnu til höfuðborgarinnar.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.