#25 Grunnt á því góða í Eyjum

Enn gætir mikillar spennu í pólitíkinni í Eyjum vegna þeirrar ákvörðunar Írisar Róbertsdóttur, oddvita H-listans að kljúfa sig út úr Sjálfstæðisflokknum árið 2018. Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðismanna segir að flokkurinn hafi jafnað sig fljótt á klofningnum en annað virðist koma í ljós í harðvítugum orðaskiptum þeirra í milli í Dagmálum. Flest bendir til allsherjaruppgjörs í pólitíkinni í Eyjum þann 14. maí. Sjálfstæðismenn efndu til prófkjörs fyrr á árinu og var þátttakan gríðarlega mikil. Af orðum Írisar og Njáls Ragnarssonar, oddvita E-listans að dæma þarf Sjálfstæðisflokkurinn að endurheimta hreinan meirihluta til þess að ná völdum í hinu gamla vígi sínu.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.