#26 Ótal tækifæri en atvinnustigið hátt

Ómar Garðarsson hefur lengi haft puttann á púlsinum í Eyjum. Hann segir forvitnilegt að fylgjast með pólitíkinni og að harkan sé mikil og persónuleg á þeim vettvangi. Honum kemur á óvart hversu mikil áhrif orrahríðin í tengslum við sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka virðist hafa. Hann segir mörg tækifæri blasa við atvinnulífinu í Eyjum, sem í sögulegu tilliti hefur byggt að langstærstum hluta á sjávarútvegi. Ferðaþjónustan eigi mikið inni, ekki síst með bættum samgöngum og þá sé fiskeldi einnig að skjóta rótum á svæðinu.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.