#9 Gamla fólkið er fast

Eldra fólk í Fjallabyggð situr fast í stórum einbýlishúsum þar sem ekki hefur tekist að byggja minna og hagkvæmra húsnæði fyrir þá sem komnir eru á efri ár. Á sama tíma hafa mörg af eldri húsum Siglufjarðar verið keypt af fólki sem nýtir þau til sumardvala en er ekki með fasta búsetu á svæðinu.  Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson settust niður með Siglfirðingunum Guðrúnu Árnadóttur og Hrólfi Baldurssyni. Guðrún hefur um áratugaskeið búið á Siglufirði og gefið sig að félags- og sveitarstjórnarmálum en er alla tíð titluð fóstra í símaskránni. Hrólfur er atkvæðamikill rakari á staðnum sem rekur rakarastofu og bar í gömlu Kommahöllunni. Þau eru bæði með munninn fyrir neðan nefið.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.