#12 Borgarbyggð: Óljós svör um sameiningu í skólamálum

Oddvitar framboðanna í Borgarbyggð tala undir rós þegar spurt er hvort til greina komi að sameina skólastarf í helstu þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Ljóst er að sitt sýnist hverjum í þeim efnum og að ákvarðanir á þessu sviði munu alltaf reynast umdeildar en spurningin er hvort kjósendur muni gefa frambjóðendum kost á því að skila auðu fram yfir kosningar. Framsókn er í minnihluta þrátt fyrir mikinn meðbyr í síðustu kosningum. Ljóst er að baráttan verður hörð og að allt getur gerst þegar talið verður upp úr kjörkössunum.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.