#13 Borgarbyggð: Gagnrýni á aðgerðaleysi stjórnmálamanna

Ingimundur Ingimundarson og Skúli Guðmundsson eru fulltrúar ólíkra kynslóða í Borgarbyggð. Þeir eiga það þó sameiginlegt að halda uppi gagnrýni á meirihlutann í sveitarfélaginu. Þeim finnst of lítið að gert í því skyni að laða ný fyrirtæki til bæjarins. Þeir gagnrýna einnig samráðsleysi varðandi uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja í bænum sem til stendur að ráðast í. Þrátt fyrir gagnrýnina er ljóst að mörg tækifæri leynast á svæðinu en ólíkir hagsmunir togast á, m.a. úti í Brákarey þar sem ótrúleg togstreita hefur myndast milli slökkviliðsins og ýmissa hópa og félaga. Allt þetta er til umfjöllunar í frísklegu spjalli við þá félaga.

Om Podcasten

Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.