1. þáttur – Loftlagsverkföll

20. – 27. september er allsherjaverkfall fyrir loftslagið. Í tilefni þess mun ég, Eydís Blöndal, birta hlaðvarpsþátt á hverjum degi alla vikuna. Þannig að í rauninni er ég að fara í einhvers konar andstæðu við verkfall. Nú jæja. Áfram gakk. Í þáttunum kem ég til með að ræða loftslagsmál og veganisma við hvern þann sem nennir að tala við mig, og þegar viðmælendur eru á þrotum mun mögulega koma til þess að ég steiti hnefann og öskri á skýjin í einrúmi.

Ég vildi byrja vikuna á því að ræða  loftslagsverkföllin sjálf, og til þess fékk ég til mín þær Jónu Þórey Pétursdóttur, forseta SHÍ, og Hjördísi Sveinsdóttur, ritara LÍS, en þær eru báðar í skipulagshóp verkfallanna hér á landi.

Dramakastið er hugarfóstur og ástríðuverkefni JÖMM. Kannski ég skelli bara í eina auglýsingu, svona hér og nú:
Vá, hafiði smakkað Aiöli sósuna frá JÖMM? Hún er æði. Passar með öllu. Væri hún ennþá vegan ef ég myndi deyja fyrir hana? Já. Því eg myndi gera það af fúsum og frjálsum vilja. 

Om Podcasten

Eydís Blöndal tekur á móti góðum gestum og ræðir umhverfismál, veganisma og hvað eina sem þeim dettur í hug að spjalla um. Og ef enginn mætir þá rífst hún bara við sjálfa sig.