6. þáttur – Vegan krakkar

Hvað er ég að pæla, auðvitað eiga krakkarnir (þið vitið, framtíðin og allt það) að fá að mæta í þættina sem eru gerðir í tilefni af þeirra baráttu og segja sína skoðun.  Svo þátturinn í dag verður fyrir krakka.

Ég hjó sérstaklega eftir því á allsherjarverkfallinu seinast, 20. september, að það voru gífurlegar undirtektir í hvert skipti sem einhvern nefndi eitthvað um veganisma. Eg meina sko gífurlegar. Venjulega hef ég leyft mér að segja eitt „whoo“ þegar einhver nefnir veganisma í sambandi við loftlagsmál, en þarna var heill herskari af krökkum sem fagnaði þegar veganismi var nefndur á nafn. Framtíðin... gæti mögulega orðið vegan. Omægod skiljiði. Svo ég auglýsti eftir vegan krakka til að segja frá sinni sýn varðandi veganisma og framtíðina. Til þess mætti hún Úlfhildur Elísu, 12 ára, í stúdíóið til mín.

Sendið þennan þátt á frændsystkini sem eru vegan. Sendið þennan þátt á ringlaða foreldra sem eiga börn sem vilja verða vegan. Sendið þennan póst á endurskoðandann ykkar. Eða bara hvern sem er skiljiði. 

Om Podcasten

Eydís Blöndal tekur á móti góðum gestum og ræðir umhverfismál, veganisma og hvað eina sem þeim dettur í hug að spjalla um. Og ef enginn mætir þá rífst hún bara við sjálfa sig.