S1E5 Bíldraugar

Sögur um bíldrauga er stór hluti af þjóðsögum Íslendinga, enda bílafloti landsins mikill. Þessar sögur af slíkum ferðalöngum gerast oftast fyrir utan bæjarmörk þar sem þeir fara á puttanum og sníkja far með bílstjórum sem eru akandi. Skrýtnast er þó þegar þeir hverfa fljót aftur á einu augnabliki og þá oftast þegar bíllinn er enn á ferð. Eða þá ef bílstjórinn hefur neitað að stoppa fyrir þeim og þeir birtast svo seinna meir í aftursætinu. Leiklesendur eru: Hjalti Stefán Kristjánsson, Ninna Karla Katrínardóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Om Podcasten

Draugavarpið er ný hlaðvarpssería í tíu þáttum um sannar íslenskar draugasögur. Draugar, afturgöngur og óútskýranlegir atburðir á okkar frægustu stöðum á Íslandi koma hér við sögu. Hver þáttur er byggður upp með skemmtilegri frásögn og kafar djúpt í sagnfræðilegu hliðina á sögunum og hvaðan þær koma. Þulur, höfundur og hljóðhönnun: Fjölnir Gíslason.