#12 Brunavarnir fyrir gæludýr

Slökkviliðsmaðurinn Guðjón S. Guðjónsson kom til okkar og ræddi brunavarnir fyrir gæludýr. Þetta er seinni þáttur okkar um eldvarnir en í þætti #11 kom Erna og sagði okkur frá skelfilegum atburði sem hún lenti í. Hvað ber helst að varast? Hvernig tryggjum við öryggi dýranna okkar ef eldur kemur upp? Þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað í þætti dagsins.

Om Podcasten

Dýravarpið er hlaðvarp fyrir alla dýravini. Við tökum viðtöl við áhugaverða dýraeigendur, fræðifólk og dýralækna en skjótum líka inn skemmtilegri fræðslu og staðreyndum um dýr. Þáttastjórnendur eru Eva María og Berglind.