#14 Jónína A. Sigurðardóttir og Valdís Jónsdóttir - Þegar að ég missti röddina

Fjölmargir kennarar hafa orðið fyrir því að missa röddina eða skaða hana með rangri beitingu og álagi í kennslu. Ein af þeim er Jónína A. Sigurðardóttir leikskólakennari á Akureyri sem missti röddina fyrir sjö árum. Hún þurfti að læra að beita henni á nýjan leik og naut við það aðstoðar eina doktors í raddmeinum á Íslandi, talmeinafræðingsins Valdísar Jónsdóttur.

Valdís segir aðalvanda kennara í þessum málum liggja í því að þeir hafi ekki lært hvernig beita á röddinni inn í stórum rýmum með of mörgum nemendum í einu. Hávaði sé auk þess mældur með mælitækjum sem ekki henti inn í kennslustofum. Hér er viðtalið við Valdísi úr þættinum Þegar, þar sem María Björk Ingvadóttir ræddi bæði við hana og Jónínu.

Om Podcasten

Hvað tekur við ÞEGAR þú lendir í einhverju sem snýr tilverunni á hvolf? Þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.