#4 Hallgrímur Eymundsson - Taugahrörnunarsjúkdómurinn SMA og NPA

Hallgrímur Eymundsson greindist 2 ára með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA, týpu 3.

Þegar hann var um þrítugt kynntist hann hugmyndafræði sem kallast NPA - notendastýrð persónuleg aðstoð - um sjálfstætt líf fyrir fólk með fötlun. Hallgrímur segir Maríu Björk frá lífi sínu fyrir og eftir NPA.

Om Podcasten

Hvað tekur við ÞEGAR þú lendir í einhverju sem snýr tilverunni á hvolf? Þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.