154. Þáttur - Hrollvekja

Kæru hlustendur , Endalínan er mætt í Rebbagrenið enn eitt föstudagskvöldið og fer yfir málin eins og þau eru eftir 4 umferðir í Subway Deild Karla. Við höldum áfram að vinna með ákveðin þemu og þar sem hrekkjavakan er á næsta leiti þá tengjum við leiki umferðarinnar við Hryllingsmyndir eða Spennutrylli. The Shining , Silence Of the Lambs , I know what you did last summer , Sixth Sense , Paranormal Activity og The Exorcist , segir þetta ekki allt sem segja þarf ? Viking Lite Spurningin á sínum stað og auðvitað margt margt fleira. Endalínan í boði Blár og Grænn , Cintamani og Viking Lite

Om Podcasten

Beinskeytt umræða um íslenskan körfubolta. Halldór Örn - Gunni Stef - Rúnar Ingi