212. Þáttur - ,,Það eina sem mig langaði að gera'' - 1 á 1 með Pavel Ermolinski

Kæru hlustendur , gleðilega hátíð. Síðasti þáttur Endalínunnar árið 2023 - Gestur þáttarins : Sigurvegarinn , Landsliðsmaðurinn, Goðsögnin og núverandi þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls : Pavel Ermolinski. Við förum hratt yfir hans ferðalag sem leikmaður sem byrjaði á Skaganum þegar Pavel var 11 ára í fyrsta sinn á skýrslu í meistaraflokk. Atvinnnumannatíminn og Landsliðin , vinskapurinn við Jón Arnór en þungamiðjan í spjallinu snýst um hans starf í dag sem þjálfara í Skagafirðinum hjá Íslandsmeisturunum. Var auðvelt að taka slaginn sem þjálfari þar sem pressan er mest ? Hvernig var að berjast um titilinn sem þjálfari ? Liðsamsetningin og kanamálin og brösugt gengi með miklum meiðslavandræðum á hans fyrsta heila tímabili sem þjálfari. 1 á 1 með Pavel Ermolinski á Endalínunni í boði Viking Lite , Cintamani , Soho , Brons , Miðherja , Fiskbúð Reykjaness , Macland og Bónus.

Om Podcasten

Beinskeytt umræða um íslenskan körfubolta. Halldór Örn - Gunni Stef - Rúnar Ingi