#1 - Þetta fullorðna fólk vill tengjast

Í þessum þætti kynnist þú, kæri Homo sapiens, þáttastjórnendum í gegnum viðfangsefni dagsins sem er TENGING. Við veltum því fyrir okkur hversu mikið og hvað við þurfum að vita um fólk til þess að telja okkur þekkja það eða tengja við það. En til að líka vel við það? Hvernig verður fólk ástfangið og af hverju? 36 Questions for Increasing Closeness, 36 Questions That Lead To Love, 36 Questions That Will Turn Strangers Into Friends - virka þessir listar? Eru þetta allt sömu spurningarnar? Af hverju alltaf 36? Stórar spurningar, heilakrufningar, ljóðahorn og sannleikskorn.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla