#12 - Þetta fullorðna fólk er með þunglyndi og kvíða
Gestur þáttarins að þessu sinni er engin önnur en Hulda Tölgyes, sálfræðingur. Með henni veltum við fyrir okkur ÞUNGLYNDI og KVÍÐA, svikaraheilkenninu (e. imposter syndrome), andlegri líðan og tengslum við samfélagsleg kerfi. Hvað veldur þunglyndi og kvíða? Eru fleiri með þunglyndi og kvíða núna heldur en áður eða erum við að greina fleiri? Erum við kannski aðeins að ruglast? Er þunglyndi og kvíði eðlilegt viðbragð við fáránlegum lifnaðarháttum nútímamannsins? Af hverju glíma svona margir við svikaraheilkennið? Hversu margar bækur gæti ég verið búin að lesa fyrir þann tíma sem ég hef málað á mér andlitið? Hvað er alvöru hamingja í nútímaheimi? Zen-búddismi, núvitund, tilvistarstefnan, sjálfsmat, einfalt líf, kona sem býr í íshelli, sexy sálfræðingur, að panta tilfinningar, taugakerfið, imposter syndrome og fleira hippie shit. Ef þú finnur fyrir andlegri vanlíðan hvetjum við þig til þess að sækja þér aðstoð fagaðila. Símar Rauða krossins: 1717 og Píeta samtakanna: 552-2218 eru opnir allan sólarhringinn. Það er alltaf von <3