#14 - Þetta fullorðna fólk grínast og hlær
Gestur þáttarins er Ari Eldjárn, grínisti og uppistandari, og viðfangsefni þáttarins GRÍN og HLÁTUR. Við spjöllum við hann um hvenær hann byrjaði að fikta við grínið og hvenær hann ákvað að verða grínisti. Er grínisti ekki alvöru starf? Grínast fullorðið fólk? Af hverju viljum við láta annað fólk hlæja? Af hverju finnst okkur svona vandræðalegt þegar fólk bommar á sviði? Hvað er fyndið? Má gera grín að hverju sem er? Hvaða hreima má grínast með? Uppistand, eftirhermur, hreimar, sketsar, flugþjónatrix, gríngreining, callback, meðvirkni-hlátur og killing them with kindness.