#16 - Þetta fullorðna fólk tekur áhættur og gerir mistök
Gestur þáttarins er Arna Magnea Danks, verðandi cameo drottning Íslands og ,,bullshit artist", að eigin sögn. Hún er lærð leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og ljóðskáld, og í þættinum ræðum við um atvinnu hennar; leiklistina, ljóðlistina og áhættuleikssenuna á Íslandi vs. Bretlandi. Egó, mistök, spuni, penni sem morðvopn, fyndnar sérhæfingar áhættuleikara, staðalímyndir, sjálfsást, við erum bjánar og lífið er stutt. ,,En ég trúði því aldrei sjálf, ekki fyrr en dauðinn beit í eyrað á mér eins og latneskur elskhugi”