#2 - Þetta fullorðna fólk elskar morð

Í þessum þætti veltum við fyrir okkur af hverju fullorðið fólk elskar MORÐ og samsæriskenningar. Gestur þáttarins er Almar Blær Sigurjónsson leikari. Eðlufólkið, O. J. Simpson, ólíklegir morðingjar og geislavirk ungmenni í Úralfjöllum. Heitar umræður, stórar spurningar og frumsamið ljóð.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla