#21 - Þetta fullorðna fólk er í jólaskapi
Hlakkar þú til jólanna? Geturðu ekki beðið? Eða ertu kannski ekki ennþá komin í jólaskapið? Ertu enn að bíða eftir að jólaandinn hellist yfir þig? Hvort sem þú ert spennt/ur eða ekki, kæri Homo sapiens, þá segjum við bara gjörðu svo vel og njóttu - hér er einn jóla jóla special þáttur bara fyrir þig. Í þessum þætti komum við okkur í jólaskapið með því að hlusta á uppáhalds jólalögin okkar; nokkur brakandi fersk, gömul og golden, klassísk og kjút, fyndin og falleg. Við veltum fyrir okkur boðskapnum í textunum, mismunandi hljóðheimi, hvernig jólaandinn birtist í lögunum, af hverju sum lögin eru svona góð og af hverju sum eru ekki alveg að virka fyrir okkur. Hvaða íslensku jólalög eru upprunalega ítölsk? Af hverju? Hvað er málið með að nota alltaf einhver ítölsk lög? Við spilum nokkur ítölsk lög sem hefur verið breytt í íslensk jólalög og giskum á hvaða íslensku lög það eru. Jólaandinn hjá fullorðnum vs. börnum, pínuponsulitlir menn, ástarsamband Ariönu Grande og jólasveinsins, dramatísk börn, ítalski Bó og fyrsta beef Bjarkar og Önnulísu í sögu hlaðvarpsins (og það í friðsælasta mánuði ársins!!?). Lög spiluð í þættinum: Marea (we've lost dancing), Ég hlakka svo til, Þú komst með jólin til mín, Dopo La Tempesta, Chi Voglio Sei Tu, Gente Di Mare, Gente Come Noi, Voulez-Vous Dancer, Stúfur, Yfir fannhvíta jörð, Gleði og friðarjól, Last Christmas, Santa Tell Me, Einmana á jólanótt og tvö glæný spunalög - Einmana og enginn vill mig um jólin, Fastur í traffík.