#5 - Þetta fullorðna fólk hagar sér eins og kindur
Í þessum þætti veltum við fyrir okkur HJARÐHEGÐUN og ÁHORFENDAÁHRIFUM (e. bystander effect). Gestur þáttarins er Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, leikstjóri og skemmtikraftur. Við skoðum með henni ýmsar tilraunir og rannsóknir sem hafa verið gerðar á fyrrnefndum fyrirbærum. Af hverju finnum við ekki fyrir ábyrgðartilfinningu þegar við erum hluti af hóp? Af hverju eru meiri líkur á að fá hjálp fái maður hjartaáfall einn á gangi um kvöld í Grafarholtinu heldur en í miðri Smáralind á háannatíma? Erum við öll bara kindur? Eru Íslendingar líka bara kindur? Kitty Genovese, kindur og kettir, týnda púslið og tískubylgjur.