#6 - Þetta fullorðna fólk lifir í skáldskapnum
Í þessum þætti skoðum við SÖGUR og SKÁLDSKAP. Gestur þáttarins er Friðgeir Einarsson rithöfundur og sviðslistamaður. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna mannfólk býr til, hlustar á og segir sögur. Af hverju búum við til ímyndaðan veruleika til þess að tala um raunveruleikann? Getur skáldskapurinn breytt raunveruleikanum? Hvenær byrjaði fólk að segja sögur? Lifum við einhvern tímann meira í skáldskapnum heldur en raunveruleikanum? Er ekki steikt að vilja vinna inní ímynduðum heimi eins og rithöfundar og margt annað listafólk gera? Hversdagsleikinn, sviðsetning sjálfsins, biblíugrautur og bókaþjófar.