#6 - Þetta fullorðna fólk lifir í skáldskapnum

Í þessum þætti skoðum við SÖGUR og SKÁLDSKAP. Gestur þáttarins er Friðgeir Einarsson rithöfundur og sviðslistamaður. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna mannfólk býr til, hlustar á og segir sögur. Af hverju búum við til ímyndaðan veruleika til þess að tala um raunveruleikann? Getur skáldskapurinn breytt raunveruleikanum? Hvenær byrjaði fólk að segja sögur? Lifum við einhvern tímann meira í skáldskapnum heldur en raunveruleikanum? Er ekki steikt að vilja vinna inní ímynduðum heimi eins og rithöfundar og margt annað listafólk gera? Hversdagsleikinn, sviðsetning sjálfsins, biblíugrautur og bókaþjófar.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla