#7 - Þetta forn-egypska fólk var snjallara en við
Í þessum þætti spjöllum við um FORN EGYPTA og þær dularfullu ráðgátur sem fylgja þeirra sögu. Gestur þáttarins er Kara Rós Valþórsdóttir, ferðamálafræðinemi og sérstök áhugakona um Egyptaland hið forna. Hvernig geta þau mannvirki sem Forn-Egyptar skildu eftir sig verið svona fullkomin? Voru Forn-Egyptar gæddir ómannlegum ofurkröftum? Voru Forn-Egyptar og geimverur kannski með einhvers konar bandalag? Hvernig virkaði samfélag Egyptanna og hvers vegna gekk það upp svona lengi? Hvernig hrundi það? Ættum við að taka þetta samfélag okkur til fyrirmyndar? Fiðringur í heilanum, píramídinn í Giza, Kleópatra í gólfmottu og egypskir zombie-ar.