#8 - Þetta fullorðna fólk trúir á gott og illt
Í þessum þætti tölum við um TRÚ og STRÍÐ, valdafíkn og trú mannsins á æðri mátt. Gestur þáttarins er Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur, djákni og leikhúsfræðingur með meiru. Við spjöllum við hann um starf djáknans, kirkjuna, leikhúsið, Biblíuna, stríð og frið, hið góða og hið illa. Er hægt að vera bæði menntaður og trúaður? Eiga trúarbrögð og vísindi ekki saman? Er hægt að lesa Biblíuna eins og vísindarit? Hvernig er hægt að ata fólki í að drepa annað fólk? Eru flest stríð í heiminum háð vegna trúarbragða eða eru trúarbrögð bara notuð til þess að kynda undir við/þau hugsun? Af hverju? Er trú lærð hegðun? Trúarlegar upplifanir, illir andar og innrás Rússlands í Úkraínu. Ingólfur Arnarson og súlurnar, réttrúnaðarkratamauslið, hlutabréf í vopnaframleiðslu og mannlegur hroki. ,,Af hverju í ósköpunum ættum við, þessir apakettir sem hér erum, að vera með svörin við öllu, geta rannsakað allt, að vita allt og skilja allt? Það er árþúsunda gömul reynsla sem sýnir okkur að það er ekki þannig.”