#9 - Þetta fullorðna fólk hoppar fram af klettum
Gestur þáttarins er Alex Michael Green Svansson, betur þekktur sem Alex from Iceland, ævintýramaður og efnishöfundur (e. content creator). Við spjöllum við hann um viðfangsefni þáttarins: ADRENALÍN og JAÐARÍÞRÓTTIR, klettastökk og samfélagsmiðla, áhættu og verðlaun (e. risk and reward) og nýja þáttinn hans á Stöð 2. Hvað er svona skemmtilegt við jaðaríþróttir? Eru þær allar hættulegar? Af hverju setjum við okkur sjálfviljug í hættulegar aðstæður? Er þetta bara spurning um að duga eða drepast, eða tengist þetta núvitund? Er þetta leið til þess að komast nær kjarnanum í okkur? Stunda fleiri karlar heldur en konur jaðaríþróttir? Af hverju? Hvort myndirðu frekar vera með uppistand fyrir framan fullan sal af fólki eða hoppa fram af átta metra háum kletti? ,,Ef ég væri ekki hræddur, þá væri þetta ekki eins gaman" Sjálfstrú, ofhugsanir, base-jumping og tiktok algoritmi.