Átök um íslenska háhyrninga í dýragörðum

Dýraverndunarsinnar hafa boðað til mótmæla við sædýrasafnið í Antibes í Frakklandi um helgina. Ástæðan er að til stendur að flytja tvo íslensk-ættaða háhyrninga úr garðinum og í dýragarðinn Loro Parque á Tenerife. Málið hefur farið fyrir franska dómsstóla en algjör óvissa ríkir um framtíð dýranna. Saga háhyrninganna er skrítnari en þig grunar. Þóra Tómasdóttir ræðir við Ragnhildi Jónsdóttur sem ólst upp í Sædýrasafninu.

Om Podcasten

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Þóru Tómasdóttur.