Fitufordómar sem böl

Fjallað um bók heimspekiprófessors við bandaríska háskólann Cornell um fitufordóma. Hún heitir Kate Manne og er frá Ástralíu. Bók hennar var tilnefnd til bandarísku bókmenntaverðlaunanna National Book Awards í fyrra. Af því tilefni var talsvert fjallað um bók hennar í bandarískum fjölmiðlum í lok síðasta árs og í byrjun þessa. Manne er á leiðinni til Íslands í maí til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu um Metoo-byltinguna og feminíska heimspeki sem haldin verður í Háskóla Íslands í maí. Rætt er við hana um bókina og af hverju fitufordómar eru slæmir. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Om Podcasten

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Þóru Tómasdóttur.