Fátæk börn

Fyrst þegar Mikael Torfason hitti Thelmu, fyrir tæpu ári síðan, bjó hún í tveggja herbergja íbúð á vegum Féló. Hún var samt með þrjú börn og húsnæðislausan bróður á sófanum. Svo varð hún ólétt af sínu fjórða barni, varla orðin 25 ára sjálf. Í dag er hún komin í betra húsnæði og þakkar fyrir hverja viku sem hún sleppir við að heimsækja Mæðrastyrksnefnd.

Om Podcasten

Rithöfundurinn Mikael Torfason hefur eytt síðustu átta mánuðum í að taka viðtöl við fátækt fólk og líka fólk sem er við fátækrarmörk. Hvernig nær einstætt foreldri á kennaralaunum endum saman á Íslandi? Samkvæmt útreikningum Velferðarráðuneytisins er það eiginlega ekki hægt. Í þessum fimm þáttum veltir Mikael líka upp spurningunni um hvaða sögur umberum við af fátæku fólki. Hversu fordómafull erum við gagnvart fátækum? Eiga fátækir að skammast sín? Er skömm að vera fátækur?