Fordómar gagnvart fátækum

Mikael Torfason reynir að fá svar við spurningunni: Hvaða sögur viljum við heyra af fátækt? Konurnar í Pepp hópnum hafa fundið fyrir fordómum vegna fátæktar. Enda völdu þær það ekki sjálfar. Guðrún Bentsdóttir er dugnaðarforkur norðan úr Skagafirði. Keyrði skólabíl og ræktaði Labrador-hunda. Í dag er hún fátæk og býr í blokk í Fellunum.

Om Podcasten

Rithöfundurinn Mikael Torfason hefur eytt síðustu átta mánuðum í að taka viðtöl við fátækt fólk og líka fólk sem er við fátækrarmörk. Hvernig nær einstætt foreldri á kennaralaunum endum saman á Íslandi? Samkvæmt útreikningum Velferðarráðuneytisins er það eiginlega ekki hægt. Í þessum fimm þáttum veltir Mikael líka upp spurningunni um hvaða sögur umberum við af fátæku fólki. Hversu fordómafull erum við gagnvart fátækum? Eiga fátækir að skammast sín? Er skömm að vera fátækur?