Öryggisnetið

Öryggisnet Íslendinga felur í sér heimsóknir til Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar, Samhjálpar og Hjálparstofnunar kirkjunnar. Mikael Torfason fór í heimsókn á alla þessa staði og hitti líka konu sem eyðir öllum sínum tíma og öllu sínu fé í að gefa fólki mat á Facebook.

Om Podcasten

Rithöfundurinn Mikael Torfason hefur eytt síðustu átta mánuðum í að taka viðtöl við fátækt fólk og líka fólk sem er við fátækrarmörk. Hvernig nær einstætt foreldri á kennaralaunum endum saman á Íslandi? Samkvæmt útreikningum Velferðarráðuneytisins er það eiginlega ekki hægt. Í þessum fimm þáttum veltir Mikael líka upp spurningunni um hvaða sögur umberum við af fátæku fólki. Hversu fordómafull erum við gagnvart fátækum? Eiga fátækir að skammast sín? Er skömm að vera fátækur?